Sumarsólstöður á Snæfellsjökli

Dags:

fös. 21. jún. 2024

Brottför:

Brottför frá Mjódd kl. 18

Þessi viðburður er liðinn.

ATH. Breytt dagsetning, farið veður á föstudaginn vegna þess að veðurspá er mun hagstæðari en á laugardaginn. Allir skráðir þátttakendur hafa verið látnir vita.

Af tindum Snæfellsjökuls er ógleymanlegt að upplifa sumarsólstöður þegar sólargangur er lengstur hér á norðurhveli jarðar. Gengið verður frá Jökulhálsi og hefst gangan kl. 21. Markmiðið er að vera á toppi jökulsins, milli þúfna um kl. 00:30, og sjá sólina setjast en rísa jafnharðan aftur. Göngutími 3-4 klst. Hækkun 1000 m.

Brottför frá Mjódd kl. 18

Steinar Sólveigarson er fararstjóri

Verð 26.000 kr.

Nr.

2406D04
  • Vesturland