Ingólfsfjall (551 m)

Dags:

lau. 4. nóv. 2023

Brottför:

kl. 09:00 frá Mjódd.

Segja má að Ingólfsfjall blasi við augum hvaðan sem er á Suðurlandi og á sama hátt má segja að allt Suðurland blasi við af fjallinu. Lagt verður til uppgöngu við Þórustaðanámu við fjallið sunnanvert og komið til byggða við Torfastaði í Grafningi. Hvort farið verður með brúnum fjallsins eða haldið sem leið liggur á Inghól fer eftir veðri og vindum. Vegalengd 9-10 km. Göngutími 5 klst. Hækkun 500 m.

Innifalið í verði fararstjórn og rúta.

Verð 9.800 kr.

Nr.

2311D01