Búrfell í Þingvallasveit (783 m)

Dags:

lau. 20. maí 2023

Brottför:

kl. 09:00 frá Mjódd.

Sameinast í bíla hjá Mjódd og ekið á upphafsstað göngunnar. Gangan hefst við Brúsastaði í Þingvallasveit og stefnan tekin á Búrfell. Fyrst er farið yfir lágan háls og meðfram á þar sem sjá má leifar af gamalli heimarafstöð. Leiðin liggur um mýrar og mela og sumpart gróið land. Þegar toppnum er náð er útsýni nokkuð gott. Sama leið er farin til baka. Vegalengd 13 km. Göngutími 5- 6 klst. Hækkun 600 m.

Innifalið í verði er fararstjórn.

Verð 3.900 kr.

Nr.

2305D03