Dags:
lau. 22. apr. 2023
Brottför:
kl. 09:00 frá Mjódd.
Ólafsskarðsleið var áður fjölfarin á milli Ölfuss og Faxaflóa. Lagt verður af stað frá Litlu Kaffistofunni. Gengið upp í Jósefsdal og þaðan í Ólafsskarð.Leiðin liggur inn á upptökusvæði Kristnitökuhraunsins sem kom úr Eldborgum fyrir u.þ.b.1000 árum. Fljótlega verður gengið fram hjá gígnum Leiti sem Leitahraunið víðáttumikla kom úr fyrir um 5000 árum. Gengið verður á milli hrauns og hlíðar og yfir grösugt svæði norðan Geitafells. Leiðin liggur svo um stíg gegnum hraunið meðfram Búrfelli og niður hjá Hlíðarenda. Vegalengd 19 km. Göngutími 7 klst.
Innifalið í verði fararstjórn og rúta.