Dags:
lau. 19. nóv. 2022
Brottför:
Kl. 09:30 frá Gróttu
Þessi viðburður er liðinn.
Skammdegis kaffihúsa-strandganga um Höfuðborgarsvæðið
Leitast er við að eiga samverustund á kaffihúsi - eða heimahúsi í lok hverrar göngu. Hópurinn hittist á endastað göngunnar þaðan sem farið er með rútu á upphafsstaðinn.
Rúta ekur hópnum frá Gróttu að upphafsstað göngunnar. Frá höfninni á Kársnesi verður haldið fyrir Fossvoginn undir Öskjuhlíð, meðfram flugvellinum og eftir strandlengjunni út á Seltjarnarnes. Göngunni lýkur við Gróttuvita sem var reistur 1947.
Vegalengd 15-17 km. Hækkun óveruleg. Göngutími 5-6 klst.
Ef bókað er og greitt gegnum vefsíðuna fyrir kl. 15 á föstudegi fyrir ferð er 10% afsláttur og tekur verðið hér að neðan tillit til þess. Athugið að þeir sem bóka fyrirfram hafa forgang ef pláss í rútu er takmarkað.
Til að taka þátt í ferðum Útivistar þarf að gerast félagsmaður, en þeir sem ekki eru þegar félagsmenn býðst að greiða félagsgjald kr. 8.400 og fá þá félagsskírteini og fyrstu dagsferðina í kaupbæti.