Rauðafell

Dags:

lau. 3. sep. 2022

Brottför:

Kl. 09:00 frá Mjódd

Þessi viðburður er liðinn.

Útivist hefur verið með ferðir til skiptis á nágrannafjöllin Skriðu, Hlöðufell og Högnhöfða. Nú er komið að því að ganga á nágranna þeirra, Rauðafell. Ekið verður upp hjá Miðdal og gengið frá Gullkistu að fjallinu. Mjög gott útsýni er af toppi fjallsins.

Vegalengd 14 km. Hækkun 400 m. Göngutími 6 klst.

Ferðin fellur niður vegna ónógrar þátttöku.

Ef bókað er og greitt gegnum vefsíðuna fyrir kl. 15 á föstudegi fyrir ferð er 10% afsláttur og tekur verðið hér að neðan tillit til þess. Athugið að þeir sem bóka fyrirfram hafa forgang ef pláss í rútu er takmarkað.

Til að taka þátt í ferðum Útivistar þarf að gerast félagsmaður, en þeir sem ekki eru þegar félagsmenn býðst að greiða félagsgjald kr. 8.400 og fá þá félagsskírteini og fyrstu dagsferðina í kaupbæti.

Verð 7.650 kr.

Nr.

2209D01