Eyjafjallajökull

Dags:

lau. 22. maí 2021

Brottför:

Kl. 08:00 frá Mjódd

Þessi viðburður er liðinn.

Eyjafjallajökull er með hæstu fjöllum landsins þar sem hann rís tignarlegur yfir Eyjafjöllum. Upp á jökulinn verður farin svokölluð Skerjaleið frá Þórsmerkurvegi. Í fyrstu er bratt upp á Litlu Heiði en síðan aflíðandi upp með Skerjunum að gígbarminum hjá Goðasteini í 1580 m hæð. Gengið verður yfir jökulinn og komið niður að Seljavallalaug.

Vegalengd 18-20 km. Hækkun 1500 m. Göngutími 9 klst.

Innifalið í verði er fararstjórn og rúta.

Nauðsynlegt er að skrá þátttöku í þessa ferð á skrifstofu Útivistar. 

Þátttakendur þurfa að hafa jöklabúnað, en hann er hægt að leigja hjá Útivist.

Athugið að dagsetning gæti breyst með tilliti til veðurspár.

Fararstjórar eru Ásgeir Arnór Stefánsson og Ásta Þorleifsdóttir.

Verð 16.500 kr.

Nr.

2105D03