Dags:
lau. 24. apr. 2021
Brottför:
Kl. 08:00 frá Mjódd
Frá Djúpavatni verður gengið meðfram Hrútfelli og að Hrútagjá. Hún er með fallegri gjám á Reykjanesi. Þaðan liggur leiðin sunnan við Fjallið eina og verður Undirhlíðum fylgt að Kaldárseli.
Vegalengd 22-23 km. Göngutími 8-9 klst. Hækkun óveruleg.
Verð til félagsmanna kr. 6.500 og innifalið í því er fararstjórn og rúta. Ef bókað er og greitt gegnum vefsíðuna fyrir kl. 15 á föstudegi fyrir ferð er 10% afsláttur og tekur verðið hér að neðan tillit til þess. Athugið að þeir sem bóka fyrirfram hafa forgang ef pláss í rútu er takmarkað.
Til að taka þátt í ferðum Útivistar þarf að gerast félagsmaður, en þeir sem ekki eru þegar félagsmenn býðst að greiða félagsgjald kr. 8.000 og fá þá félagsskírteini og fyrstu dagsferðina í kaupbæti.
Fararstjóri er Grétar W. Guðbergsson
Hvaðan er farið?