Gjáin í Þjórsárdal – Háifoss

Dags:

lau. 28. sep. 2019

Brottför:

frá BSÍ kl. 9:30

Þessi viðburður er liðinn.

Í Þjórsárdal er búið að grafa upp mörg gömul bæjarhús en gangan hefst hjá því frægasta, Stöng.  Gengið með Rauðá upp að Gjánni og hún skoðuð. Síðan verður haldið á Stangarfjall og yfir fjallið allt að árgilinu og ef aðstæður leyfa farið niður í gilið og fossarnir skoðaðir neðan frá áður en gengið er upp að bílastæði við fossana. Vegalengd 12 km. Hækkun 300 m. Göngutími 5 klst.

Fararstjóri verður María Berglind Þráinsdóttir, gsm 848 7871.

Verð til félagsmanna kr. 8.500.

Til að taka þátt í ferðum Útivistar þarf að gerast félagsmaður, en þeir sem ekki eru þegar félagsmenn býðst að greiða félagsgjald kr. 7.500 og fá þá félagsskírteini og fyrstu dagsferðina í kaupbæti.

Verð 8.500 kr.

Nr.

1909D03