Ragnheiður Ýr Grétarsdóttir

Ragnheiður Ýr Grétarsdóttir

Ragnheiður, eða Ragga eins og hún er oftast kölluð, gekk til liðs við fararstjórahóp Útivistar sumarið 2018 og var þá fararstjóri í Jónsmessunæturgöngu Útivistar yfir Fimmvörðuhálsinn ásamt mörgum öðrum. Hún útskrifaðist sem leiðsögumaður frá MK vorið 2014 og hefur verið fararstjóri í ýmsum ferðum síðan, bæði hjá Útivist og öðrum. Hún er einnig jógakennari og hefur tekið þátt í jógagöngum á vegum Útivistarlífsins. Hún er einnig salsadansari og hefur gaman af öllum dansi. Hún mun taka þátt í Salsagönguferðum Útivistarlífsins á vorönn 2020. Ragga elskar allar árstíðir því hver árstíð hefur sinn sjarma. Gleðilegasti dagurin ársins er 21. desember því þá fer daginn að lengja og allt er uppávíð.

Uppáhalds nesti Röggu er rúgbrauð með spæjó og osti og hún hefur tvö mottó:  

-Lítið er betra en ekkert
-Útivist er fyrir alla.
 

Sími: 698-5827 – netfang: ragnheidur.gretarsdottir@gmail.com