Gönguskórnir frá Lomer eru til sölu á skrifstofu Útivistar. Við erum með eftirfarandi gerðir á lager.

Pelmo skórinn er millistífur gönguskór með grófum Vibram sóla. Þessi skór hentar vel í hvers konar göngur og góður stuðningur við öklann gerir hann frábæran þar sem búast má við ósléttu göngulandi. Við mælum með þessum skóm í allar lengri göngur, ekki síst ef gengið er með byrgðar í bakpoka.
Almennt verð er 39.900 en til félagsmanna í Útivist 36.400.

Bormio gönguskórinn er léttur og þæginlegur með Vibram sóla og góðum stuðningi. Hentar fyrir hvers konar göngu, lipur og þæginlegur og tilvalinn í dagsferðir eða til að grípa með í útileguna.
Almennt verð er 31.900 en til félagsmanna í Útivist 29.200.

Sella götuskórinn hefur notið mikilla vinsælda, enda sterkur og þæginlegur. Hann er með Mertex vatnsvörn sem gerir hann tilvalinn hvort heldur er í slabbið á götum borgarinnar eða í létta göngu í náttúrunni.
Almennt verð er 21.600 en til félagsmanna í Útivist 19.700.