Áætlunarferðir í Þórsmörk og Bása

07. maí 2014

Þann 1. maí hófust áætlanaferðir í Þórsmörk og í Bása á Goðalandi á vegum Kynnisferða.  Eins og áður hefur komið fram eru skálaverðir komnir í Bása þannig að nú er lítið mál að skella sér í paradísina í Básum.

Brottför frá Reykjavík er kl. 8:00 alla daga vikunnar.  Brottför frá Básum er kl. 15:00.  Athugið að þegar áæltunarbíllinn er tekinn úr Básum þarf að tilkynna það skálavörðum fyrir kl. 21:00 kvöldið áður.

Nánari upplýsingar eru hjá Kynnisferðum í síma 580 5400.  Sjá einnig tímatöflu.