Það borgar sig að vera félagi í Útivist

01. júlí 2013

Fjöldi verslana og fyrirtækja veitir félagsmönnum Útivistar afslátt. Nú hefur verslunin Tri bæst í hópinn, en hún selur reiðhjól og fleiri íþróttavörur og er til húsa að Suðurlandsbraut 32. 

Lista yfir allar verslanirnar og fyrirtækin má sjá hér.

Félagsaðild opnar aðgang að fjölbreyttu og þróttmiklu innra starfi félagsins. Kjör félagsmanns gilda einnig fyrir maka og börn að 18 ára aldri.