Á slóðum bóka Jóns Kalmans

04. mars 2013

Endurmenntun HÍ heldur námskeið um þríleik Jóns Kalmans Stefánssonar í apríl og í sumar stendur Útivist fyrir gönguferðum um sögusvið bókanna vestur á fjörðum. Viðtal við Inga Björn Guðnason, bókmenntafræðing, sem heldur námskeiðið var nýlega í Ríkisútvarpinu, Rás 1. Hlusta má á viðtalið hér

Gönguferðirnar eru tvær, annars vegar helgarferð og hins vegar lengri ferð, sem er í beinu framhaldi af fyrri ferðinni.