Langleiðin með Útivist - við göngum þvert yfir landið

27. febrúar 2013
Langleiðin

Í mars hefst raðganga Útivistar sem gengur undir nafninu Langleiðin.  Árið 2008 hóf Útivist raðgöngu yfir endilangt landið, frá Reykjanestá yfir á Font á Langanesi.  Verkefninu lauk ekki að fullu fyrr en árið 2010 og höfðu þá 732 kílómetrar verið lagðir að baki og gengið í samtals 248 klukkustundir.  Göngunni var skipt niður á 8 dagsferðir og 5 lengri ferðir en samtals voru göngudagarnir 34.  Ellefu þátttakendur luku öllum göngunum í ferðum Útivistar og allnokkrir fóru á eigin vegum þá áfanga sem þá vantaði upp á. 

Nú setur Útivist Langleiðina aftur á dagskrá.  Í ár er markmiðið að fara um það bil hálfa leið eða frá Reykjanestá í Nýjadal á Sprengisandi. Áfangar göngunnar árið 2013 eru sem hér segir:

Dagsferðir
  3.3. Reykjanestá — Grindavík
17.3. Grindavík — Latsfjall
  7.4. Latsfjall — Fjallið eina
21.4. Fjallið eina — Djúpidalur
  5.5. Djúpidalur — Vilborgarkelda
26.5. Vilborgarkelda — Meyjarsæti

Lengri ferðir
28.-30.6. Meyjarsæti – Hvítárbrú á Kjalvegi
19.-21.7. Hvítárbrú á Kjalvegi – Setur
14.-18.8. Setur – Nýidalur