Kynning á dagskrá Everest 2013

02. janúar 2013

Everest-hópur Útivistar er nú að hefja sitt þriðja gönguár. Nokkur pláss eru laus í hópnum og því verður haldin kynning á dagskránni á árinu 2013 fyrir áhugasama sem vilja slást í hópinn. Dagskráin er sniðin að vönu göngufólki sem vill takast á við ögrandi fjöll. 

Kynningin verður mánudaginn 7. janúar 2013 kl. 20:00 á skrifstofu Útivistar, Laugavegi 178

Ef þú hefur áhuga, vilt fræðast um dagskrána og hópinn, jafnvel skrá þig strax í hann, endilega kíktu til okkar í kynningu og kaffi. 

Munið að það eru bara nokkur pláss laus og þá gildir lögmálið fyrstur kemur - fyrstur fær!