Rennandi vatn í Dalakofanum

09. júlí 2012

Nú hafa vatnsmálin í Dalakofanum verið leyst, en fram að þessu hefur ekki verið rennandi vatn í skálanum.  Þessu fylgir að vatnssalerni í skálanum er orðið virkt og aðstaðan eins og best er á kosið.

Í Dalakofanum er svefnrými fyrir allt að 36 manns í tveimur aðskildum svefnskálum.  Milli svefnskálanna er rúmgott eldhús og borðsalur, ásamt salerni.  Nokkrar aðgerðir þurfti til að koma rennandi vatni á skálann en því er dælt í safntank rétt ofan við skálann.