Fjallarefir

13. janúar 2012

Góð göngudagskrá, þrekþjálfun og námskeið í fjallamennsku - allt í einum pakka. Er það ekki einmitt það sem þú þarft á nýju ári? Þá er upplagt að gerast Fjallarefur með því að koma á þetta skemmtilega námskeið og taka þátt í þjálfuninni.

Námskeiðið stendur frá 14. janúar til 17. júní og er sérstaklega ætlað þeim sem eru að hefja göngu- og fjallamennsku.


Markmið námskeiðsins eru: 

  • Að byggja markvisst upp gönguþrek og úthald. 
  • Að fræða um hagnýta hluti sem tengjast göngu- og fjallaferðum. 
  • Að kynna fjölbreyttar gönguleiðir innan og utan höfuðborgarsvæðisins. 
  • Að þátttakendur upplifi íslenska náttúru í skemmtilegum félagsskap. 


    Námskeiðið innifelur 20 þrekgöngutíma, 10 lengri göngu- og fjallaferðir og eina helgarferð. Þrekgöngutímar eru á þriðjudögum en gönguferðir tvo laugardaga í mánuði. Erfiðleikastig þrektíma og lengri gönguferða eykst eftir því sem líður á námskeiðið. 

    Samhliða göngunum verður fræðsla þar sem þátttakendur safna í sarpinn hagnýtum upplýsingum sem tengjast útivist, til dæmis varðandi klæðnað, næringu og annan útbúnað. 

    Verð námskeiðsins er kr. 35.000. Fjöldi þátttakenda er takmarkaður og kappkostað verður að veita persónulega þjónustu. Þátttakendur koma á eigin bílum á upphafsstað göngu en geta sameinast í bíla eftir hentugleikum.


    Fararstjórar og leiðbeinendur hafa allir góðan grunn í ferðamennsku og búa yfir staðgóðri þekkingu á margvíslegum þáttum sem tengjast hollustu: 


              Linda Udengaard  
              Andri Lefever  
              Björk Guðbrandsdóttir  
              Baldur Þorsteinsson

     


    Dagskrá:
     

    JANÚAR 

    Alla þriðjudaga í janúar kl. 18:00: Þrekgöngutímar í Öskjuhlíð 
    Upphafsstaður: Bílastæði við Klettaskóla. 
    14.1. Kaldársel – Valaból 
    Brottför kl. 10:00. Gengið kringum Helgafell og í Valaból. Upphafsstaður: Bílastæði við Kaldá í Hafnarfirði. 
    28.1. Vífilsstaðahlíð - Búrfellsgjá
     
    Brottför kl. 10:00. Gengið eftir skógarstígum, í Búrfellsgjána og upp á Búrfellið. Upphafsstaður: Bílastæði í Heiðmörk. 


    FEBRÚAR 

    Alla þriðjudaga í febrúar kl. 18:00: Þrekgöngutímar í Elliðaárdal 
    Upphafsstaður: Bílastæði við Toppstöðina í Elliðaárdal. 
    11.2. Elliðavatn og Heiðmörk 
    Brottför kl. 10:00. Gengið í kringum Elliðavatn og í Heiðmörkinni. Upphafsstaður: Bílastæði í Heiðmörk. 
    25.2. Grímansfell 480 m 
    Brottför kl. 10:00. Hækkun á göngu: 380 m. Vegalengd: 7-8 km. Upphafsstaður: Bílastæði við Gljúfrastein í Mosfellsbæ.


    MARS
     

    Alla þriðjudaga í mars kl. 18:00: Þrekgöngutímar í Heiðmörk 
    Upphafsstaður: Borgarstjóraplanið í Heiðmörk. 
    10.3. Þingvellir 
    Brottför kl. 9:00. Gengið milli merkra náttúru- og söguminja í þjóðgarðinum á Þingvöllum. Upphafsstaður: Þjónustumiðstöðin á Þingvöllum. 
    24.3. Ármannsfell 
    Brottför kl. 9:00. Hæð: 760 m y.s. Hækkun á göngu: 600 m. Vegalengd: 8-10 km. Upphafsstaður: Bolabás í Þingvallasveit.


    APRÍL 

    Alla þriðjudaga í apríl kl. 18:00: Þrekgöngutímar á heiðum Mosfellsbæjar 
    Upphafsstaður: Ýmsir staðir í Mosfellsbæ. 
    14.4. Reykjadalur – Ölkelduháls 
    Brottför kl. 9:00.Gengið upp Rjúpnabrekkur og inn í Reykjadal og Klambragil. Upphafsstaður: Bílastæði við Rjúpnabrekkur í Hveragerði. 
    28.4. Hengill – Skeggi 

    Brottför kl. 9:00. Hæð: 805 m y.s. Hækkun á göngu: 500 m. Vegalengd: 5-6 km. Upphafsstaður: Bílastæði við Hellisheiðarvirkjun.

     


    MAÍ 

    Alla þriðjudaga kl. 18:00: Þrekgöngutímar á Reykjanes- eða Bláfjallafólkvangi 
    Upphafsstaður:Ýmsir staðir. 
    12.5. Glymur – Hvalvatn 
    Brottför kl. 9:00. Gengið upp að Glym, inn með Botnsá, meðfram Hvalvatni og niður Hvalskarðið. Upphafsstaður: Bílastæði í Botnsdal. 
    26.5. Vestursúla 1086 m 
    Brottför kl. 9:00. Hækkun á göngu: 1000 m. Vegalengd: 12-14 km. Upphafsstaður: Bílastæði í Botnsdal.


    JÚNÍ
     

    Alla þriðjudaga kl. 18:00: Þrekgöngutímar á Reykjanes- eða Bláfjallafólkvangi 
    Upphafsstaður: Ýmsir staðir. 
    15.–17.6. Uppskeruhátíð Fjallarefa í Básum 
    Ekið í rútu á föstudagskvöldi inn í Bása á Goðalandi. Gst í skála fram á sunnudag. Gengið í gil og á fjöll í nágrenninu.