Dags:
fim. 6. ágú. 2026 - sun. 9. ágú. 2026
Brottför:
Kl. 08:00 frá Mjódd/bíómegin.
Eftir velheppnaða bækistöðvaferð í Strút síðast liðið sumar verður leikurinn endurtekinn.
Jafnt yngri sem eldri Útivistarfélagar eiga minningar frá gönguferðum að Fjallabaki. Ferðafélagið Útivist tekur áskorun frá hópi 60+ þátttakenda frá síðastliðnu sumri og bíður aftur uppá þriggja nátta bækistöðvaferð í Strút skála félagsins, að syðra Fjallabaki. Þessi ferð er tilvalin fyrir eldri félaga sem vilja endurupplifa góðar minningar, sem og nýja félaga á virðulegum aldri sem langar að kynnast fagurri náttúru undir leiðsögn kunnugra.
Lagt af stað frá Mjódd á fimmtudegi og ekið í Strút. Eftir að hafa komið sér fyrir í skála er farið í létta göngu inn í Krókagil 3 km. sem liggur inn í á milli fjalla skammt frá skálanum.
Næstu tvo daga verður gengið annars vegar í Strútslaug 13 km. og hins vegar umhverfis fjallið og uppá Strút 13-15 km. fer eftir veðri.
Einnig verður boðið uppá léttari göngur fyrir þá sem það vilja. Þeir sem ekki fara í gönguferð geta haldið kyrru fyrir í skálanum og notið kyrrðarinnar.
Heimferðadag verður lagt af stað kl: 10:00. Stoppað á leiðinni og tekin stutt ganga.
Fararstjórar: Jóhanna Benediktsdóttir, Emilía Magnúsdóttir, Guðbjartur Guðbjartsson.
Innifalið: Leiðsögn, akstur, þrjár skálagistingar, heit sturta, auk sameiginlegra kvöldmáltiða öll kvöldin.
Brottför: 6. ágúst kl. 08:00 frá Mjódd/bíómegin.
Heimkoma: 9. ágúst milli kl. 18:00 og 19:00.
Verð 90.000 kr.
Félagsverð 76.000 kr.