Horn í Horn II – Upptyppingar – Laugafell

Dags:

lau. 18. júl. 2026 - sun. 26. júl. 2026

Brottför:

Með rútu frá Mjódd kl. 8:00

  • Skáli / tjald

Seinni Horn í Horn leiðangurinn hóf göngu í fyrra og nú er komið að öðrum legg þess leiðangurs. Um er að ræða sjö göngudagar og tvo ferðadagar, alls níu daga.

Farið er með rútu frá Reykjavík að Mývatni og þaðan að Upptyppingum. Þar er tjaldað og daginn eftir er fyrsti göngudagur.
Leiðin liggur yfir Vikursand, framhjá Vaðöldu, Dungjuvatni og suður fyrir Öskju hjá Holuhrauni og um Ódáðahraun og stefnan tekin á brúna yfir Skjálfandafljót. Þaðan er stefnan tekin að Fjórðungsvatni og að Laugafelli þar sem slakað verður á í heitri lauginni og gist í skála. Gist er í tjöldum alla ferðina nema síðustu nóttina en þa´er gist í skálanum að Laugafelli. Daginn eftir er farið heim með rútu.

Heildarvegalengd göngunnar er um 150 km. Ferðin er trússuð.

Verð væntanlegt.

Verð 184.000 kr.
Félagsverð 164.000 kr.

Nr.

2607L12