Dags:
mið. 29. júl. 2026 - lau. 1. ágú. 2026
Brottför:
Frá Mjódd kl 7:00
Í þessari ferð öxlum við bakpokana og göngum í kringum hinn ótrúlega Langasjó. Það verður ein nótt í skála og tvær í tjaldi. Fararstjóri er Páll Arnarson
Ferðalýsing:
Farið með rútu frá Mjódd og upp að Langasjó. Gengið í skála Útivistar í Sveinstindi og komið sér fyrir.
Vegalengd um 5km, hækkun eftir veðri og aðstæðum
Gengið frá skála og haldið norðaustur eftir skemmtilegri og afar fallegri leið í gegnum og með Fagrafjallgarði að tjaldstað við enda Langasjós.
Vegalengd, ca 25-30km, Hækkun 6-700m
Gengið úr tjaldstæði og fyrir enda vatnsins og svo undir hlíðum Breiðbaks suður undir mitt vatnið þar sem valinn verður huggulegur tjaldstaður.
Vegalengd 25 – 30km, hækkun 2-300m
Síðasta daginn er gengið áfram undir Breiðbaki að suðurenda vatnsins þar sem rútan sækir okkur.
Vegalengd, 10-12km, óveruleg hækkun
Innifalið: Rúta frá Reykjavík og til baka, skálagisting í Sveinstindi og fararstjórn.
Verð 63.000 kr.
Félagsverð 49.000 kr.