Dags:
fim. 23. júl. 2026 - lau. 25. júl. 2026
Brottför:
Frá Mjódd kl 8:00
Vatnaleiðin er sígild gönguleið um fjöll og dali á austanverði Snæfellsnesi, Hún liggur milli fallegra vatna sem gefa henni nafn sitt. Gist er í leitarmannaskálum Ferðafélags Borgarfjarðar á leiðinni. Ferðin er trússuð og því er nóg að vera með dagpoka á daginn. Rúta verður frá Reykjavík og aftur til baka.
Innifalið er rúta frá Reykjavík, gisting, trúss og fararstjórn
Verð væntanlegt
Nánari ferðalýsing:
23 júlí: Hlíðarvatn - Hítarvatn
Gangan hefst við Hlíðarvatn og er gengið meðfram því uns stefnan er tekin upp Hellisdal og yfir Klifsháls. Þaðan liggur leiðin niður Klifsdal og meðfram Klifsgili að Hítarvatni. Takið vaðskó með. Göngulengd 12 km. Hækkun 550 m. Göngutími 6 klst.
Gist í skálanum Hólma við Hítarvatn
24 júlí: Hítarvatn – Langavatn
Gengið frá Hítarvatni inn Þórarinsdal, með útsýni á Smjörhnúk. Leiðin liggur yfir Gvendarskarð og niður að Langavatni. Takið vaðskó með. Göngulengd 20 km. Gönguhækkun 500 m. Göngutími 8-9 klst.
Gist í skálanum Torfhvalastöðum við Langavatn
25 júlí: Langavatn – Hreðarvatn
Frá Langavatni er gengið inn á Beilárheiði að Lambafelli og Vikravatni. Leiðin liggur utan í Vikrafelli framhjá Selvatni að Hreðavatni. Vegalengd 16 km. Hækkun 300 m. Göngutími 7 klst.
Verð 81.000 kr.
Félagsverð 67.000 kr.