Horn í Horn III – Frá Sprengisandi í Hrútafjörð

Dags:

fim. 16. júl. 2026 - fim. 23. júl. 2026

Brottför:

Frá Mjódd kl 8:00

  • Skáli / tjald

Nú er komið að þriðja legg í Horn í Horn leiðangrinum sem hófst sumarið 2024.  Að þessu sinni verður gengið í 8. gönguáföngum frá Sprengisandi og milli byggðar og jökla um mela og heiðar allt vestur í Hrútafjörð. Fyrstu nóttina er gist í skála en annars er gist í tjöldum á leiðinni en reynt að hafa næturstað nálægt gangnamannahúsum. Gist er í eigin tjöldum og er mælt með 4. árstíða tjöldum.  Ferðin er trússuð og stefnt að því að hitta bílinn og búnaðinn öll kvöld.

Undirbúningsfundur verður í janúar eða febrúar og verður auglýstur sérstaklega.
Fararstjóri er Hákon Gunnarsson

Dagskrá ferðar:

16. júlí: Við tökum rútu frá Reykjavík 16. júlí upp á Sprengisand og göngum hálfan dag í Laugafell þar sem gist er í skála. Vegalengd: 12km
17. júlí: Laugafell að Ásbjarnarvötnum/Rauðhólum. Vegalengd: 18-20km
18 júlí: Ásbjarnarvötn að Skiptabakkaskála. Vegalengd 22 – 25km
19. júlí: Skiptabakkaskáli að Bugaskála við Aðalmannsvatn. Vegalengd 22 – 25km
20. júlí: Aðalmannsvatn að Öldumóðuskála. Vegalengd 25km
21. júlí: Öldumóðuskáli að Bleiksskvíslarskál á Víðitunguheiði. Vegalengd: 25km
22 júlí: Bleikskvíslarskáli að Fosskoti í Núpsdal. Vegalengd 20 km
23 júlí: Fosskot að Stað í Hrútafirði. Vegalengd, 10-12 km. Svo tekur rútan okkur til baka til Reykjavíkur

Verð væntanlegt

Verð 179.000 kr.
Félagsverð 159.000 kr.

Nr.

2607L11