Everest hópur - Þjóðleiðir og önnur fjöll

Dags:

lau. 10. jan. 2026 - mán. 25. maí 2026

Tími:

Þátttakendur ferðast á eigin bílum

Everest hópur Útivistar fer af stað eftir áramót.  Dagskráin miðast við að undirbúa þátttakendur sem best fyrir göngu í Skaftafelli í maí 2026. Í þeirri ferð verður hægt að velja milli tveggja fjalla, þar sem önnur gangan krefst jöklabúnaðar enn hin ekki.  Alls verða 10 ferðir,  skiptist í 3 kvöldferðir, 6 dagsferðir og 1 helgarferð.

Heildar hæðarhækkun í göngunum er um 8.000 metrar og hefur þannig tengingu við hæð Everest fjallsins.

Byrjað verður á auðveldum göngum  og síðan verður erfiðleikastigið aukið jafnt og þétt. Erfiðleikastigið er miðlungs erfiðar göngur og yfir í erfiða göngu í lokinn, ef lengri gangan er valin. Í fjórum göngum verður farin þjóðleið og  ein gangan tengist sögusviði Njálu.

Markmið hópsins er að bjóða áhugaverðar göngur og einnig að auka jafnt og þétt hæfni þátttakanda að takast á við krefjandi göngur. Þátttakendur fara á eigin bílum á upphafsstað ferða.

Fararstjórar:  Ingvar Júlíus Baldursson og Ólafur Sigurjónsson
Dagskrá:
Dagur   Ferð Gönguleið Km Hækkun (m)
10. janúar laugard. Dagsferð Selvogsgata fyrri hluti.  16 300
24. janúar laugard. Dagsferð Kónsvegur og Grímannsfell 16 400
14. febrúar laugard. Dagsferð Bjarnarfjall hluti af Kóngsvegi 15 700
28. febrúar laugard. Dagsferð Skarðsheiðin eða Botnsúlur 14 900
12. mars laugard. Kvöldferð Esjan 12 600
28. mars laugard. Dagsferð Svínaskarð og Trana 15 700
9. apríl fimmtud. Kvöldferð Bláfjöll 15 400
25. apríl laugard. Dagsferð Þríhyrningur og Njáluslóðir 14 600
7. maí fimmtud. Kvöldferð Óvissuferð 13 700
22.-24. maí föst-sunnd. Helgarferð* Krístínatindar 14 700
22.-24. mai föst-sunnd. Helgarferð* Þverártindsegg 16 1.700

* Í helgarferð gista þátttakendur á eigin vegum. Hópurinn ræðir um fyrirkomulag í byrjun starfsins.
* Í helgarferð er val um að taka fjall án jökla eða meira krefjandi ferð á hina spennandi Þverártindsegg

Verð 69.000 kr.
Félagsverð 56.000 kr.

Nr.

2601E01