Dags:
lau. 10. jan. 2026 - mán. 25. maí 2026
Tími:
Þátttakendur ferðast á eigin bílum
Everest hópur Útivistar fer af stað eftir áramót. Dagskráin miðast við að undirbúa þátttakendur sem best fyrir göngu í Skaftafelli í maí 2026. Í þeirri ferð verður hægt að velja milli tveggja fjalla, þar sem önnur gangan krefst jöklabúnaðar enn hin ekki. Alls verða 10 ferðir, skiptist í 3 kvöldferðir, 6 dagsferðir og 1 helgarferð.
Heildar hæðarhækkun í göngunum er um 8.000 metrar og hefur þannig tengingu við hæð Everest fjallsins.
Byrjað verður á auðveldum göngum og síðan verður erfiðleikastigið aukið jafnt og þétt. Erfiðleikastigið er miðlungs erfiðar göngur og yfir í erfiða göngu í lokinn, ef lengri gangan er valin. Í fjórum göngum verður farin þjóðleið og ein gangan tengist sögusviði Njálu.
Markmið hópsins er að bjóða áhugaverðar göngur og einnig að auka jafnt og þétt hæfni þátttakanda að takast á við krefjandi göngur. Þátttakendur fara á eigin bílum á upphafsstað ferða.
Fararstjórar: Ingvar Júlíus Baldursson og Ólafur Sigurjónsson
Dagskrá:
| Dagur |
|
Ferð |
Gönguleið |
Km |
Hækkun (m) |
| 10. janúar |
laugard. |
Dagsferð |
Selvogsgata fyrri hluti. |
16 |
300 |
| 24. janúar |
laugard. |
Dagsferð |
Kónsvegur og Grímannsfell |
16 |
400 |
| 14. febrúar |
laugard. |
Dagsferð |
Bjarnarfjall hluti af Kóngsvegi |
15 |
700 |
| 28. febrúar |
laugard. |
Dagsferð |
Skarðsheiðin eða Botnsúlur |
14 |
900 |
| 12. mars |
laugard. |
Kvöldferð |
Esjan |
12 |
600 |
| 28. mars |
laugard. |
Dagsferð |
Svínaskarð og Trana |
15 |
700 |
| 9. apríl |
fimmtud. |
Kvöldferð |
Bláfjöll |
15 |
400 |
| 25. apríl |
laugard. |
Dagsferð |
Þríhyrningur og Njáluslóðir |
14 |
600 |
| 7. maí |
fimmtud. |
Kvöldferð |
Óvissuferð |
13 |
700 |
| 22.-24. maí |
föst-sunnd. |
Helgarferð* |
Krístínatindar |
14 |
700 |
| 22.-24. mai |
föst-sunnd. |
Helgarferð* |
Þverártindsegg |
16 |
1.700 |
* Í helgarferð gista þátttakendur á eigin vegum. Hópurinn ræðir um fyrirkomulag í byrjun starfsins.
* Í helgarferð er val um að taka fjall án jökla eða meira krefjandi ferð á hina spennandi Þverártindsegg
Verð 69.000 kr.
Félagsverð 56.000 kr.