Dags:
sun. 16. jún. 2024
Brottför:
Brottför frá Mjódd kl. 19:00
Þessi viðburður er liðinn.
Árleg næturganga Útivistar yfir Leggjabrjót um sumarnótt. Það er fátt betra en að vera á ferðinni á björtum sumarkvöldum. Þetta er greiðfær leið þó nafnið gefi annað til kynna. Frá Svartagili liggur leiðin um Öxarárdal að Myrkavatni og upptökum Öxarár. Síðan verður gengið um Leggjabrjót, með Sandvatni og um Hrísháls niður í Botnsdal. Þessi ferð er góð upphitun fyrir Jónsmessugönguna yfir Fimmvörðuháls. Vegalengd 16-18 km. Hækkun 500 m. Göngutími 6-7 klst.
Brottför frá Mjódd kl. 19:00