Búrfell í Þingvallasveit

Dags:

lau. 6. apr. 2024

Brottför:

Brottför frá Mjódd kl. 9:00

Þessi viðburður er liðinn.

Búrfell rís sunnan við Botnssúlur, ofan við bæinn Brúsastaði í Þingvallasveit. Gengið frá bænum að Öxará og ánni fylgt stuttan spöl þar sem gefur að líta minjar af gamalli virkjun, stíflu og aðfallsstokk. Þetta er frá þeim tíma þegar nokkuð var um að framtakssamir bændur virkjuðu bæjarlækinn til bættra lífsskilyrða. Frá ánni verður farið að og yfir Búrfellsgil og þaðan upp á Búrfell. Vegalengd 10-12 km. Hækkun 650 m. Göngutími 5-6 klst.

Brottför frá Mjódd kl. 9:00

Verð 8.800 kr.

Nr.

2404D01