Eldborg - Drottning - Stóra Kóngsfell

Dags:

lau. 21. okt. 2023

Brottför:

kl. 09:00 frá Mjódd.

Sameinast í bíla hjá Mjódd og ekið á upphafsstað göngunnar. Gengið er frá litlu bílastæði sem er staðsett hægra megin við Bláfjallaveg rétt fyrir neðan Eldborg. Vel merktur stígur er upp á Eldborgina og er gengið að hluta til ofan á henni. Þegar niður er komið er gengið á milli Eldborgar og Drottningar. Gengið er vestan megin upp á Drottningu og sömu leið til baka. Þegar komið er niður er þokkalega stikaður stígur í átt að Stóra-Kóngsfelli. Gangan á það hefst að norðanverðu en komið er upp á topp að sunnanverðu. Sama leið er gengin til baka. Vegalengd um 8 km. Göngutími 4-5 klst.  Hækkun um 600 m.

Innifalið í verði er fararstjórn.

Verð 3.900 kr.

Nr.

2310D03