Fimmvörðuháls – hægferð

Dags:

fös. 21. júl. 2023 - sun. 23. júl. 2023

Brottför:

kl. 09:00 frá Mjódd.

  • Skáli
Þessi viðburður er liðinn.

Gönguleiðin yfir Fimmvörðuháls er mörgum kær, enda ekki óalgengt að fyrstu kynnin af útivist séu í Fimmvörðuhálsgöngu. Í þessari ferð er lögð áhersla á að hafa rúman tíma í gönguna þannig að hægt sé að njóta náttúrunnar í rólegheitum. Lagt af stað að morgni dags á föstudegi og gengið frá Skógum á Fimmvörðuháls og gist þar í skála Útivistar. Á laugardegi verður gengið í Bása og gist þar seinni nóttina. Á sunnudegi verður farið í létta göngu á Goðalandi áður en haldið er heim á leið. 

Athugið að farangur er trússaður í Bása en ekki er hægt að keyra í Fimmvörðuskála og því þarf að bera svefnpoka og mat fyrir fyrsta sólarhringinn.

Brottför: 21. júlí kl. 9:00 frá Mjódd/bíómegin.
Heimkoma: 23. júlí á milli kl. 17:00 og 18:00.
Innifalið: Akstur, leiðsögn, tvær skálagistingar, heit sturta og sameiginleg kvöldmáltíð í Básum.

Almennar upplýsingar um Fimmvörðuhálsferðir Útivistar og útbúnaðarlisti.

Verð 43.000 kr.

Nr.

2307H03