Dags:
lau. 7. maí 2022
Brottför:
Kl. 09:00 frá Mjódd
Þessi viðburður er liðinn.
Í þessari fínu fuglaskoðunarferð verður byrjað á stoppi í Krísuvík en við suðurenda vatnsins þar er gott votlendissvæði þar sem sjá má marga vaðfugla, t.d. stelk, spóa, jaðrakan, sandlóu. Einnig er oft himbrimi á svæðinu og ýmsar fleiri fuglategundir. Leiðin liggur svo með Suðurströndinni en þar sjást oft rjúpur í hraununum. Næsta viðkomustaður er við Hlíðarvatn en þar má búast við mörgum andategundumá vatninu t.d. hávellu, duggönd, straumönd, toppönd og skúfönd. Himbrimar eru líkagjarnan á vatninu. Líkt og við Kleifarvatn er góður möguleiki á ýmsum farfuglum t.d. hafa margar gæsategundir oft viðkomu t.d. heiðagæsir sem annars halda til á hálendinu.
Þriðji viðkomustaðurinn er fjaran við Eyrarbakka en þar er ætíð með mikið af fuglum svo sem Lóuþræla, Sanderlur auk fargestanna Rauðbrystinga og Tildra sem eru í millilendingu á leið sinni til Grænlands noft er mikið af steindeplum og fleiri smáfuglum við fjörurnar. Loks verður áð við Friðlandið í Flóa sem er fallegt votlendis- og tjarnarsvæði þar verður farið í stutta gönguferð m.a. til að skoða Lóma á tjörnunum en í friðlandinu er einnig mikið um vaðfugl.
Munið að taka með kíkja og gott að hafa með sér fuglabók.
Tilvalið að taka börnin með.
Fararstjóri er Einar Þorleifsson náttúru- og fuglafræðingur
Ef bókað er og greitt gegnum vefsíðuna fyrir kl. 15 á föstudegi fyrir ferð er 10% afsláttur og tekur verðið hér að neðan tillit til þess. Athugið að þeir sem bóka fyrirfram hafa forgang ef pláss í rútu er takmarkað.
Til að taka þátt í ferðum Útivistar þarf að gerast félagsmaður, en þeir sem ekki eru þegar félagsmenn býðst að greiða félagsgjald kr. 8.400 og fá þá félagsskírteini og fyrstu dagsferðina í kaupbæti.