Jógaferð á Snæfellsnes - Fullbókað

Dags:

fös. 12. ágú. 2022 - sun. 14. ágú. 2022

Brottför:

Kl. 08:30

  • Skáli
Þessi viðburður er liðinn.

Útivist býður upp á þriggja daga (tveggja nátta) jógaferð á Snæfellsnes þar sem gist verður í tveimur húsum á Arnarstapa. Heitur pottur er við bæði húsin. Snæfellsnes er magnaður orkustaður og tilvalinn fyrir jógaiðkun. Við munum fara í gönguferðir um nágrennið alla dagana auk þess að stunda jóga. Jógað verður gert kvölds og morgna og eftir stað og stund yfir daginn. Einnig verður boðið upp á sjósund fyrir áhugasama. Lagt verður af stað úr Reykjavík á eigin bílum kl. 8:30 á föstudagsmorgninum 12. ágúst og ekið að Arnarstapa. Ýmsar gönguleiðir koma til greina og munum við láta veður ráða för. Bæði verður boðið upp á láglendisgöngur og meiri útsýnisgöngur. Innifalið í verði er fararstjórn og gisting.

Fararstjórar eru Þórlaug Sveinsdóttir og Ragnheiður Ýr Grétarsdóttir, báðar sjúkraþjálfarar, jógakennarar og leiðsögumenn.

Fullbókað. Sendið póst á utivist@utivist.is til að fara á biðlista.

Verð 24.000 kr.

Nr.

2208L01