Dags:
fim. 30. jún. 2022 - sun. 3. júl. 2022
Brottför:
kl. 08:00 frá Mjódd
Ein fallegasta gönguleiðin á sunnanverðu hálendinu er frá Sveinstindi niður með Skaftá um Skælinga. Hér er margt að sjá; beljandi jökulá, viðkvæmar mosabreiður, eldfjallajarðvegur og stórbrotnar hraunmyndanir eru það sem einkenna þessa sérstöku gönguleið. Gangan hefst við eitt fegursta fjallavatn landsins, Langasjó. Þar er gengið á Sveinstind, en í góðu skyggni er útsýni yfir sunnanvert hálendið og um breiður Vatnajökuls. Gist í Sveinstindsskála sunnan við fjallið. Þaðan er haldið niður með Skaftá í Skælinga þar sem einstakar hraunmyndanir setja svip á umhverfið. Frá Skælingum er gengið á Gjátind og niður í Eldgjá. Gangan endar í Hólaskjóli þar sem gist er síðustu nóttina.
Nánar um ferðalýsingu hér.