Skyrtunna

Dags:

lau. 28. maí 2022

Brottför:

Kl. 08:00 frá Mjódd

Þessi viðburður er liðinn.

Fyrir botni Núpadals austarlega á Snæfellsnesi er þyrping þriggja fjalla sem saman heita Þrífjöll. Förinni er heitið á eitt þeirra, Skyrtunnu. Lagt verður upp frá Dalsmynni og gengið inn eftir Núpadal endilöngum. Eftir viðkomu á tindi Skyrtunnu verður haldið aftur til byggða vestan Hafursfells. Af Skyrtunnu sér til sjávar beggja vegna Snæfellsness og jafnvel hægt að horfa niður um skorsteina í Stykkishólmi. Frá þessum útsýnisstað eru Ljósufjöll glæsileg.

Vegalengd 15 km. Hækkun 900 m. Göngutími 7 klst.

Fararstjóri: Ingvi Stígsson

Athugið að þeir sem bóka fyrirfram hafa forgang ef pláss í rútu er takmarkað.

Til að taka þátt í ferðum Útivistar þarf að gerast félagsmaður, en þeir sem ekki eru þegar félagsmenn býðst að greiða félagsgjald kr. 8.400 og fá þá félagsskírteini og fyrstu dagsferðina í kaupbæti.

Verð 9.800 kr.

Nr.

2205D04