Dags:
lau. 2. okt. 2021
Brottför:
Gengið verður sem næst fjöruborði Þingvallavatns frá stíflunni við útfall vatnsins í Sogið upp á Skinnhúfuhöfða. Þaðan liggur leiðin með vatninu um Hellisvík út á Lambhaga og inn í botn Hagavíkur.
Vegalengd 8-10 km. Hækkun 100 m. Vaða þarf tvær ár í þessari ferð.
Verð til félagsmanna kr. 6.500. Ef bókað er og greitt gegnum vefsíðuna fyrir kl. 15 á föstudegi fyrir ferð er 10% afsláttur og tekur verðið hér að neðan tillit til þess. Athugið að þeir sem bóka fyrirfram hafa forgang ef pláss í rútu er takmarkað.
Til að taka þátt í ferðum Útivistar þarf að gerast félagsmaður, en þeir sem ekki eru þegar félagsmenn býðst að greiða félagsgjald kr. 8.000 og fá þá félagsskírteini og fyrstu dagsferðina í kaupbæti.