Stóra-Jarlhetta

Dags:

lau. 21. ágú. 2021

Brottför:

Kl. 08:00 frá Mjódd

Þessi viðburður er liðinn.

Stóra-Jarlhetta (943 m.y.s.), sem stundum er nefnd Tröllhetta er nyrst í tindaröð sem einu nafni heita Jarlhettur.

Jarlhettur er móbergshryggur með um 20 misháum tindum, myndaður við sprungugos undir jökli. Eftir göngu á Stóru-Jarlhettu verður farið upp að Hagavatni og hið magnaða náttúrufyrirbæri Farið (útfall Hagavatns) skoðað.

Göngulengd á Stóru-Jarlhettu er um 10,5 km og síðan er gangan upp að Hagavatni um það bil 3 km.

Verð til félagsmanna kr. 9.500. Ef bókað er og greitt gegnum vefsíðuna fyrir kl. 15 á föstudegi fyrir ferð er 10% afsláttur og tekur verðið hér að neðan tillit til þess. Athugið að þeir sem bóka fyrirfram hafa forgang ef pláss í rútu er takmarkað.

Til að taka þátt í ferðum Útivistar þarf að gerast félagsmaður, en þeir sem ekki eru þegar félagsmenn býðst að greiða félagsgjald kr. 8.000 og fá þá félagsskírteini og fyrstu dagsferðina í kaupbæti.

Verð 8.550 kr.

Nr.

2108D03
  • Suðurland