Eyjafjallajökull

Dags:

sun. 23. maí 2021

Brottför:

Kl. 08:00 frá Mjódd

Eyjafjallajökull er með hæstu fjöllum landsins þar sem hann rís tignarlegur yfir Eyjafjöllum. Upp á jökulinn verður farin svokölluð Skerjaleið frá Þórsmerkurvegi. Í fyrstu er bratt upp á Litlu Heiði en síðan aflíðandi upp með Skerjunum að gígbarminum hjá Goðasteini í 1580 m hæð. Gengið verður yfir jökulinn og komið niður að Seljavallalaug.

Vegalengd 18-20 km. Hækkun 1500 m. Göngutími 9 klst.

Innifalið í verði er fararstjórn og rúta.

Nauðsynlegt er að skrá þátttöku í þessa ferð á skrifstofu Útivistar. 

Þátttakendur þurfa að hafa jöklabúnað, en hann er hægt að leigja hjá Útivist.

Athugið að dagsetning gæti breyst með tilliti til veðurspár.

Verð 16.500 kr.

Nr.

2105D03