Dags:
lau. 24. apr. 2021
Brottför:
Gangan hefst við Kaldársel. Gengið verður meðfram Valahnúkum að austanverðu og Selvogsgötu fylgt áfram yfir Kerlingaskarð. Þaðan verður stefnan tekin á Bláfjöll.
Vegalengd 16 km. Göngutími 6 klst. Hækkun 450 m.
Verð til félagsmanna kr. 6.500 og innifalið í því er fararstjórn og rúta. Ef bókað er og greitt gegnum vefsíðuna fyrir kl. 15 á föstudegi fyrir ferð er 10% afsláttur og tekur verðið hér að neðan tillit til þess. Athugið að þeir sem bóka fyrirfram hafa forgang ef pláss í rútu er takmarkað.
Til að taka þátt í ferðum Útivistar þarf að gerast félagsmaður, en þeir sem ekki eru þegar félagsmenn býðst að greiða félagsgjald kr. 8.000 og fá þá félagsskírteini og fyrstu dagsferðina í kaupbæti.