Jarðfræðiferð að Tungnakvíslarjökli AFLÝST

Dags:

fös. 14. ágú. 2020 - sun. 16. ágú. 2020

Brottför:

auglýst síðar.

  • Skáli
Þessi viðburður er liðinn.

Í þessari ferð verður á laugardeginum gengið inn að Tungnakvíslarjökli, er fellur úr vestanverðum Mýrdalsjökli inn af Básum.  Þar uppgötvaðist nýverið, við samanburð eldri og yngri loftmynda, að umfangsmikil aflögun hefur orðið á hlíðinni norðan hans á undanförnum áratugum og stendur enn.  Á sama stað hafa um nokkurra ára skeið mælst djúpir jarðskjálftar, og er samhengi þessara þátta ansi forvitnilegt.

Dr. Þorsteinn Sæmundsson jarðfræðingur lýsir frá sjónarhóli jarðfræðinnar þeim breytingum sem þarna hafa átt sér stað dregur upp mynd af umfangi þeirra, auk þess að ræða þær frekari rannsóknir sem fyrirhugaðar eru á svæðinu.

Á sunnudeginum verður farið inn að Steinsholtsjökli, þar sem mikið berghlaup varð í janúar 1967, er stór hluti Innstahauss brotnaði frá og ruddist fram á jökulinn, í lónið og fram Steinsholtsdalinn.  Leitast verður við að setja hinar nýuppgötvuðu breytingar við Tungnakvíslarjökulinn í samhengi við þann atburð.

Þátttakendur koma á eigin vegum í Bása föstudagskvöldið 14. ágúst, en skoðunarferðin að Tungnakvíslarjökli hefst þar að morgni 15. ágúst. Þeir sem ekki hafa aðgang að jeppa sem kemst í Bása er bent á að hafa samband við skrifstofu Útivistar og mun félagið útvega akstur frá Stóru-Mörk gegn sanngjörnu gjaldi. Í boði er gisting í skála meðan pláss leyfir, eða í tjaldi.

Fararstjórar eru dr. Þorsteinn Sæmundsson, sem annast jarðfræðihlutann, og Ingibjörg Eiríksdóttir, sem sér um utanumhald og almenna leiðsögn.

Bókun hér er bókun með gistingu í skála en einnig er hægt að bóka í ferðina með gistingu í tjaldi. Þeir sem óska eftir að fá akstur frá Stóru-Mörk eru beðnir um að hafa samband við skrifstofu Útivistar í síma 562 1000 eða á utivist@utivist.is.

Ferðinni er aflýst.

Verð 18.000 kr.

Nr.

2008H03
  • Suðausturland