Jarðfræðiferð að Morsárjökli

Dags:

fös. 17. júl. 2020

Brottför:

auglýst síðar.

  • Tjald

Í þessari ferð leiðir dr. Þorsteinn Sæmundsson jarðfræðingur ferðalanga að Morsárjökli, en þar hafa orðið miklar breytingar vegna hörfunar jökulsins. Þorsteinn hefur um árabil rannsakað þessar breytingar og mun fræða leiðangursmenn um þær. Meðal annars verður skoðaður magnaður ísfoss, sem og berghrun sem komið hafa fram með látum. Breytingar á landslagi verða settar í samhengi við jöklafræði og hlýnun jarðar. Ferðatilhögun verður sú að farþegar koma sér sjálfir í Skaftafell á föstudagskvöldi (mælst til þess að fólk sameinist í bíla). Snemma á laugardag verður gengið upp í Skaftafellsheiðina og komið að Morsárjökli að sunnanverðu, þar sem Morsáin verður vaðin. Eftir að hafa varið góðum tíma til að skoða aðstæður verður gengið fram Morsárdalinn og viðkoma höfð í Bæjarstaðaskógi. Til baka í Skaftafell fara ferðalangar svo yfir ána á göngubrú. Á sunnudeginum verður farið í styttri skoðunarferð í Öræfasveit, sem gera má ráð fyrir að ljúki fyrir miðjan dag. Fararstjórar: Dr. Þorsteinn Sæmundsson jarðfræðingur og Ingibjörg Eiríksdóttir Vegalengd: Um 25 km.

Verð 13.000 kr.

Nr.

2007H05