Reykjavegur 5: Bláfjöll - Kaldársel

Dags:

lau. 14. mar. 2020

Brottför:

frá BSÍ kl. 9:00. Ath klukkan níu.

Þessi viðburður er liðinn.

Gangan hefst við Bláfjöll. Farið yfir Kerlingarskarð. Selvogsgötu fylgt að hluta og farið meðfram Valahnúkum að austanverðu. Göngunni lýkur við Kaldársel. Vegalengd 16 km. Göngutími 6 klst. 

Athugið að vegna snjóalaga er þessi 5 áfangi Reykjavegar tekinn á undan 3. og 4 áfanga.  Ennfremur er göngunni snúið við og gengið til vesturs.

Til að taka þátt í ferðum Útivistar þarf að gerast félagsmaður, en þeir sem ekki eru þegar félagsmenn býðst að greiða félagsgjald kr. 7.800 og fá þá félagsskírteini og fyrstu dagsferðina í kaupbæti.

Þessi ferð er hluti af raðgöngunni "Reykjavegurinn" sem samanstendur af sjö ferðum frá því í febrúar og fram í maí.

Verð 6.500 kr.

Nr.

2003D02
  • Suðvesturland