Fjölskylduferð í Bása

Dags:

fös. 7. jún. 2019 - mán. 10. jún. 2019

Brottför:

frá BSÍ kl. 19:00

  • Skáli
Þessi viðburður er liðinn.

Þó allar helgar séu fjölskylduhelgar í Básum verður lögð enn meiri áhersla en venjulega á fjölbreytta dagskrá fyrir börn og fullorðna.

Umhverfi Bása er ævintýraland þar sem börnin geta leikið sér frjáls í fallegri náttúru. Gönguferðir í boði og förum í leiki. Hugum að listsköpun, höfum varðeld og kvöldvöku.

Lagt er af stað í þessa ævintýraferð kl. 19:00 á föstudagskvöldi frá BSÍ.

Í ferðum á vegum Útivistar fá börn 6 ára og yngri frítt og börn 7-17 ára greiða hálft gjald. Félagsmenn þurfa ávallt að framvísa gildu félagsskírteini til að njóta félagskjara. Maki félagsmanns og börn yngri en 18 ára njóta sömu kjara og félagsmaðurinn. Félagsaðild í Útivist árið 2019 kostar 7.500 kr. 

Fararstjórar eru Helga Harðardóttir og Emilía Magnúsdóttir.

Verð 29.000 kr.

Nr.

1906H01