Skálafell sunnan Hellisheiðar - FELLUR NIÐUR

Dags:

lau. 16. nóv. 2019

Brottför:

frá BSÍ kl. 9:30

Þessi viðburður er liðinn.

Skálafell er mjög áberandi fjall þegar ekið er austur fyrir fjall. Þaðan er víðsýnt og sést jafnt út í Eyjar sem til jökla ef það birtan er næg. Gangan hefst við Hellisheiðarveg en þaðan er farið á Hverahlíð og upp á Skálafell vestan til. Síðan haldið á Stóra-Sandfell og um Lakastíg að Hveradölum. Vegalengd 12 km. Hækkun 300 m. Göngutími 5 klst. 

Ferðin fellur niður vegna ónógrar þátttöku.

Til að taka þátt í ferðum Útivistar þarf að gerast félagsmaður, en þeim sem ekki eru þegar félagsmenn býðst að greiða félagsgjald kr. 7.500 og fá þá félagsskírteini og fyrstu dagsferðina í kaupbæti.

Verð 5.400 kr.

Nr.

1911D03