Hlöðufell

Dags:

lau. 31. ágú. 2019

Brottför:

frá BSÍ kl. 8:00

Þessi viðburður er liðinn.

Hlöðufell er formfagur móbergsstapi og tignarlegt fjall. Það er hæsta fjallið á hálendinu suður af Langjökli og góð áskorun fyrir göngufólk. Gengið upp bratta hlíð upp á klettabelti ofarlega í fjallinu og inn dalverpi áður en hæsta tindinum er náð. Þetta er besta gönguleiðin á fjallið en það er hömrum girt allt um kring. Farin verður sama leið til baka að sæluhúsinu á Hlöðuvöllum. Vegalengd 5-6 km. Hækkun 700 m. Göngutími 4-5 klst.

Fararstjóri er Gunnar Hólm Hjálmarsson. FULLBÓKAÐ Í FERÐINA

Verð 6.300 kr.

Nr.

1908D05