Dags:
lau. 2. mar. 2019
Brottför:
frá BSÍ kl. 9:30
Þessi viðburður er liðinn.
Selatangar eru forn verstöð þar sem síðast var haft í veri upp úr 1880. Þar eru rústir verbúða og byrgja sem hlaðin voru úr hraungrýti. Skoðaðar verða einstakar hraunmyndanir í Katlahrauni áður en haldið verður að Selatöngum. Þaðan liggur leiðin með ströndinni og í gegnum hraunið að Húshólma en þar eru tóftir frá fyrri öldum. Minjar um forna tíð í fallegu umhverfi. Vegalengd 8 km. Hækkun óveruleg. Göngutími 4 klst.
Fararstjóri er Steinar Frímannsson.
Til að taka þátt í ferðum Útivistar þarf að gerast félagsmaður, en þeir sem ekki eru þegar félagsmenn býðst að greiða félagsgjald kr. 7.500 og fá þá félagsskírteini og fyrstu dagsferðina í kaupbæti.