Útivistarlífið - vor 2021

Dags:

fim. 4. feb. 2021 - fim. 22. apr. 2021

Tími:

Þessi viðburður er liðinn.

þemamynd-u´vl vor21.jpeg

Útivistarlífið - fullbókað!

Útivistarlífið er dagskrárliður hjá Ferðafélaginu Útivist sem hóf göngu sína haustið 2019.  Útivistarlífinu var ákaflega vel tekið og langtum færri komust að en vildu.  Útivistarlífið býður byrjendum sem og lengra komnum að taka þátt í fjölda ferða þar sem fólk blandar saman hefðbundnum kvöld- og dagsferðum við þrekæfingar og aðrar útivistargreinar að eigin vali. 

Þátttakendur taka þátt í níu viðburðum, þ.e. þremur kvöldferðum, þremur dagsferðum og þremur þrekæfingum útivið.  Að auki geta þátttakendur valið um tvær valgreinar en til boða stendur að velja gönguskíði, gönguþrennu, stutta helgarferð, náttúruyoga og splunkunýjan dagskrárlið - japanskt skógarbað.  Hér er lykilsetningin "Viltu prófa?" því valgreinarnar eru miðaðar að byrjendum í hverri grein sem langar að prufa fjölbreyttar gerðir útivistar.  Nýgræðingar og byrjendur eru velkomnir og fá leiðsögn við að taka fyrstu skrefin í sportinu.  Allajafna eru brottfarir i kvöldferðum klukkan 18:00 og í dagsferðum klukkan 8:00. 

Heildarfjöldi viðburða er 20 og þátttakendur geta haft áhrif á samsetningu dagskrárinnar eftir því hvaða greinar eru valdar. Rétt er að taka fram að starf Útivistarlífsins skarast ekki á við starf Fjallfara að dagsferð gönguskíða undanskildri. 

Við bendum á að hægt er að skipta greiðslum í 2-3 greiðslur en þá þarf að hafa samband við skrifstofu Útivistar í síma 562-1000 á opnunartíma, milli 13 og 17 virka daga.  Einnig bendum við þátttakendum á að kynna sér mögulega þátttöku stéttarfélaga í kostnaði við Útivistarlífið.

Athugið að framkvæmd ferða og ferðaáætlun getur breyst af óviðráðanlegum ástæðum og utanaðkomandi þáttum, s.s. covid-19, veðurs og annarra þátta.

Kjarnagreinar

Kjarnagreinar Útivistarlífsins eru þrjár, þ.e. dagsferðir, kvöldferðir og þrekæfingar útivið.  Ákefð og erfiðleikastig þrekæfinga er þátttakendum í sjálfsvald sett en þær eru settar upp á þann hátt að flestir geta notið góðs af þeim, óháð formi.  Allir þátttakendur í Útivistarlífinu taka þátt í kjarnagreinunum og geta svo valið sér tvær valgreinar að auki.  Fararstjórar í kjarnagreinum eru Auður JóhannsdóttirHanna Guðmundsdóttir, og Guðmundur Örn Sverrisson.

Dags. Heiti Tegund ferðar Gráðun
04.02.2021 Umhverfis Stórhöfða Kvöldferð 1 skór
06.02.2021 Stórhöfðastígur Dagsferð 2 skór
11.02.2021 Þrekæfing Kvöldferð -
27.02.2021 Búrfell Dagsferð 2 skór
04.03.2021 Mosfell Kvöldferð 1 skór
11.03.2021 Þrekæfing Kvöldferð -
12.04.2021 Blákollur Kvöldferð 1 skór
19.04.2021 Þrekæfing Kvöldferð -
22.04.2021 Skarðsheiðarvegur Dagsferð

2 skór

Athugið að dagskrá getur breyst fyrirvaralítið m.t.t. veðurs og utanaðkomandi aðstæðna.  Fararstjórar áskilja sér rétt til að breyta ferðaáætlun af öryggissjónarmiðum.

Valgreinar

Þátttakendur geta valið um tvær greinar af fimm.  Er of margt spennandi í boði?  Ekkert mál - þú getur bætt við aukagrein fyrir 5.900 krónur!

Athugið að ekki þarf að tilgreina val við skráningu í Útivistarlífið.

Gönguþrenna:

Valgreinin gönguþrenna inniheldur tvær kvöldferðir og eina dagsferð undir leiðsögn Auðar JóhannsdótturKristjönu Kristjánsdóttur og Guðmundar Arnar Sverrissonar.  Gönguþrennan hentar þeim sem vilja bæta fleiri göngum við kjarnagreinar og feta nýjar slóðir í góðum félagsskap en að þessu sinni ætlar gönguþrennan að hringa þrjú vötn.

Ferðirnar eru á dagskrá sem hér segir:

Dags. Heiti Tegund ferðar Gráðun
25.02.2021 Umhverfis Rauðavatn Kvöldferð 1 skór
27.03.2021 Umhverfis Meðalfellsvatn Dagsferð 2 skór
15.04.2021 Umhverfis Hafravatn Kvöldferð 1 skór

Athugið að dagskrá getur breyst með stuttum fyrirvara m.t.t. veðurs eða utanaðkomandi þátta.

Stutt helgarferð:

Í valgreininni stutt helgarferð fara þátttakendur í einnar nætur helgarferð í nágrenni höfuðborgarinnar frá laugardegi til sunnudags.  Lagt er af stað á laugardagsmorgni og gengið í Lækjarbotnaskála þar sem slegið verður upp grillveislu og kvöldvöku að hætti Útivistar.  Á sunnudegi er gengið frá skálanum áður en haldið er í styttri göngu í nágrenni skálans, m.a. í Heiðarból - nýtt skógræktarsvæði Útivistar.  Innifalið er leiðsögn, gisting og farangursflutningur.  Fararstjóri er Guðmundur Örn Sverrisson.

Ferðin eru á dagskrá sem hér segir:

Dags. Heiti Gráðun
17.-18.04.2020 Heiðmörk - Lækjarbotnar 1 skór

Athugið að dagskrá getur breyst með stuttum fyrirvara m.t.t. veðurs eða utanaðkomandi þátta.

Japanskt skógarbað:

Í japönsku skógarbaði njóta þátttakendur leiðsagnar Steinunnar S. Ólafardóttur og halda á vit heilnæmrar náttúru í skóglendi í nágrenni borgarinnar.  Í ferðunum er þægilegum skógargöngum blandað við Shinrin-Yoku sem oftast er kallað skógarbað þar sem áhersla er lögð á að tengjast náttúrunni og aftengjast stressi og daglegu amstri.  Athugið að notkun raftækja, s.s. farsíma, er óheimil í ferðunum.

Ferðirnar eru á dagskrá sem hér segir:

Dags. Heiti Tegund ferðar Gráðun
18.02.2021 Heiðmörk Kvöldferð 1 skór
06.03.2021 Fossárdalur Dagsferð 2 skór
18.03.2021 Þrastaskógur Kvöldferð  1 skór

Athugið að dagskrá getur breyst með stuttum fyrirvara m.t.t. veðurs eða utanaðkomandi þátta.


Gönguskíði:

Valgreinin gönguskíði inniheldur þrjár ferðir - tvær kvöldferðir og eina dagsferð.  Í ferðunum njóta þátttakendur leiðsagnar Snorra Guðjónssonar sem hefur víðtæka reynslu af göngu- og fjallaskíðamennsku hérlendis og erlendis.  Ferðirnar miða við utanbrautarskíði en þó er hægt að nota hefðbundin brautarskíði.  Ferðirnar miðast við byrjendur og í kvöldferðunum tveimur verður farið í grunnatriði gönguskíðamennsku.

Ferðirnar eru á dagskrá sem hér segir:

Dags. Heiti Tegund ferðar Gráðun
15.02.2021 Rauðavatn Kvöldferð 1 skór
01.03.2021 Heiðmörk Kvöldferð 1 skór
13.03.2021 Þingvellir Dagsferð  2 skór

Athugið að dagskrá getur breyst með stuttum fyrirvara m.t.t. veðurs eða utanaðkomandi þátta.

 

Náttúruyoga:

Valgreinin náttúruyoga inniheldur þrjár ferðir - tvær kvöldferðir og eina dagsferð.  Í ferðunum, sem einkennast af afslöppuðu andrúmslofti og notalegri náttúrusamveru í bland við yogastöður og teygjuæfingar njóta þátttakendur leiðsagnar Ragnheiðar Ýrar Grétarsdóttur, yogakennara og Þórlaugar Sveinsdóttur, yogakennara.

Ferðirnar eru á dagskrá sem hér segir:

Dags. Heiti Tegund ferðar Gráðun
22.02.2021 Reykjafell Kvöldferð 1 skór
22.03.2021 Reynisvatn-Langavatn Kvöldferð  1 skór 
10.04.2021 Hengill Dagsferð  2 skór 

Athugið að dagskrá getur breyst með stuttum fyrirvara m.t.t. veðurs eða utanaðkomandi þátta.

Birt með fyrirvara um prent- og innsláttarvillur.

Verð 29.900 kr.
Verð 29.900 kr.

Nr.

2101UVL
  • Suðvesturland