Páskar í Dalakofa – skíðaferð - Fellur niður

Dags:

fim. 14. apr. 2022 - lau. 16. apr. 2022

Brottför:

Augýst síðar

  • Skáli
Þessi viðburður er liðinn.

Umhverfi Dalakofa er draumasvæði fyrir útivist, jafnt vetur sem sumar. Í þessari ferð gefst færi á að kynnast svæðinu að vetri á gönguskíðum. Skírdagsmorgun verður ekið á eigin bílum á Hellu þar sem fjallabíll tekur við hópnum og ferjar að Hafrafelli við Fjallabaksleið syðri. Þar verða skíðin spennt á fætur og gengið í Dalakofa. Föstudaginn langa verður farið í skíðagöngu um nágrenni skálans þar sem gefur meðal annars að líta eitt mesta háhitasvæði landsins. Laugardag verður stefnan tekin norður með Rauðufossafjöllum og í Dómadal þar sem hópurinn verður sóttur og ekið á Hellu.

Verð 39.000 kr.

Nr.

2204H01