Þessi viðburður er liðinn.

Við brjótum hefðina og verðum með myndakvöld þann 9. janúar. Jóhannes Reykdal mun þá sýna úrval af myndum sem hann hefur tekið í gegn um tíðina. Á eftir verður að sjálfsögðu kaffihlaðborð.
Jóhannes lærði á sínum tíma landmælingar og kortagerð hjá Landmælingum Íslands og fór þá víða um landið jafnt í byggð og óbyggðum. Eftir það snéri hann sér að blaðamennsku og hefur starfað sem slíkur í liðlega 50 ár.
Myndirnar sem verða sýndar að þessu sinni ná yfir nokkuð árabil og eru frá ýmsum stöðum, allt frá Hornbjargi að Fjallabaki, nokkrar „þemamyndir“ og í lokin er myndasyrpa sem spannar 57 ár.
Myndakvöldið verður 9. janúar kl 20 í sal Garðyrkjufélagsins að Síðumúla 1.