Myndakvöld - myndir frá skálum Útivistar

Dags:

mán. 1. feb. 2021

Tími:

kl. 20:00

Þessi viðburður er liðinn.

Nú þegar kórónuveiran leikur okkur grátt á margan hátt verður að leita nýrra leiða.  Ekki hefur verið mögulegt að halda myndakvöld vegna samkomutakmarkana, en það eru þó alltaf einhver ráð.  

Í því ljósi verður myndasýningin  í gegnum Teams forritið. 

Efni kvöldsins verður myndir frá tveimur skálum Útivistar, Bása og Strútsskála,  hvernig þeir eru útbúnir,  fjallað um vinnuferðir og það sjálfboðaliðastarf sem hefur gert skálana að því sem þeir eru og einnig hvernig þeir nýtast í félagsstarfi útivistar.

Því miður er með nútíma tækn ekki hægt að bjóða upp á kaffi og kökur í gegn um netið, þannig að hver og einn verður að sjá um slíkt fyrir sig. 

Hér að neðan eru leiðbeiningar um hvernig þið tengið ykkur við myndakvöldið.

Hægt er að tengjast í gegnum vefsjá (browser, s.s. Google Crome, Explorer eða þess háttar). Þeir sem ekki eru með Teams forritið uppsett þurfa að nota þann valkost.

Smellið á linkinn hér að neðan þar sem stendur “Click here to join the meeting”

Þá kemur upp valmynd og þar veljið þið “Continue on this browser”. Ekki samþykkja “Open Teams app” nema Teams sé örugglega uppsett á tölvunni.

Þá er beðið um að leyfa notkun á hljóðnema (microphone) og myndavél (camera). Óþarfi er að samþykkja það í þessu tilfelli.

Næst þurfið þið að skrá inn nafn og smella svo á hnappinn “Join now”. Að því loknu verðið þið samþykkt inn og eru þið þar með mætt til leiks.

Æskilegt er að hafa slökkt á hljóðnemanum nema ef þið þurfið að fá orðið, þannig að umhverfishljóð trufli ekki myndasýninguna.

________________________________________________________________________________

Microsoft Teams meeting

Join on your computer or mobile app

Click here to join the meeting

Learn More | Meeting options

________________________________________________________________________________

Nr.