Myndakvöld 3. feb.

Dags:

mán. 3. feb. 2020

Tími:

kl. 20.00.

Þessi viðburður er liðinn.

Þriðja myndakvöld vetrarins verður mánudaginn 3. febrúar klukkan 20.00 í Húnabúð, Skeifunni 11. 

Í þetta skipti verður Ívar Örn Benediktsson með fræðslufyrirlestur og myndasýningu um spor eða ummerki eftir jökla.  Í ferðalögum um landið sjáum við alls konar náttúrufyrirbærum sem við áttum okkur ekki á hvernig þau hafa mótast. 

Ívar Örn fæddist á Akranesi árið 1978. Hann lauk stúdentsprófi frá Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi 1998, BS-prófi frá Háskóla Íslands 2003 og meistaraprófi frá Kaupmannahafnarháskóla 2005. Hann lauk doktorsprófi í jarðfræði frá Háskóla Íslands árið 2010. Rannsóknir Ívars í framhaldsnámi snéru að landmótun framhlaupsjökla og fjallaði doktorsverkefni hans um setgerð, byggingu og myndun jökulgarða við Brúarjökul og Eyjabakkajökul. Að loknu doktorsnámi var Ívar nýdoktor við Jarðvísindastofnun Háskólans áður en hann gegndi stöðu lektors við Jarðfræðideild Lundarháskóla í Svíþjóð 2012-2015.

Megináhersla Ívars hefur verið á nútímajökulumhverfi víðsvegar á Íslandi og nú hin síðari ár á fornjökulumhverfi og virkni ísstrauma á Vestur-, Norður- og Norðausturlandi. Auk þess hefur Ívar tekið þátt í rannsóknarverkefnum í Síberíu og Svíþjóð sem einblínt hafa á jöklunarsögu þessara svæða.

Í lok sýningar verður að venju glæsilegt brauð- og tertuhlaðborð í boði kaffinefndar Útivistar

Aðgangseyrir er 1500 krónur.

Verð 1.500 kr.

Nr.