Tindfjallahringur

Dags:

fös. 19. júl. 2024 - mán. 22. júl. 2024

Brottför:

Frá Mjódd kl. 09:00

  • Skáli

Tindfjallahringurinn er skemmtileg og krefjandi ný hringleið eða þríhyrningsleið þar sem gengið er milli þriggja skála og meðal annars farið yfir Tindfjallajökul þveran.Ekið er á eigin bílum að eyðibýlinu Fossi á Rangárvöllum. Bærinn er staðsettur ofan við Keldur við upphaf Fjallabaksleiðar syðri. Þangað er fært fyrir alla bíla en aka þarf rólega síðasta spölinn.

Brottför kl 18 frá RVK og stefnt á Foss. Þar verður tekinn góður kvöldmatur og notalegur nætursvefn.

Dagur tvö Foss - Hungurfit. Þetta er drjúgur spotti rúmir 27km á þægilegu undirlagi en vissara að taka daginn senmma. Vaða þarf yfir Eystri-Rangá á móts við Lambadal.

Dagur þrjú Hungurfit - Tindfjallasel. Leið dagsins eru rúmir 18km við stefnum á hrygg nokkurn sem ber okkur alla leið uppá Blesárjökul. Hryggurinn er brattur og hár en ekki illfær þó hann sé ekki frýnilegur að sjá. Þegar á toppinn er komið tekur við jökulbreiðan og fínt að smella undyr sig nettum broddum til að tryggja gott grip. Stefnan tekin á Sindra og svo upp með Ásgrindum. Tindfjallajökull þveraður á móts við Saxa og stenfan tekin niður í skála. Það er þessi dagur sem gerir ferðina að fjögurra skóa ferð.

Dagur fjögur Tindfjallasel - Foss. Við kveðjum Tindfjöllin og tökum stefnuna á víðáttumikla sléttu sem heitir Hraun. Gengið sunnan við Vörðufell í átt að dal nokkrum sem kallast Góðidalur. Vöðum Fiská við eyðibýlið Rauðnefsstaði og tökum stefnuna þaðan í átt að Foss. Vaða þarf aftur yfir Eystri Rangá en dagurinn er niðrí mótið um 18km. Stefnt á að koma í Foss um kl 18.00 og brunað í bæinn.

Verð 72.000 kr.

Nr.

2407L13