Bækistöðvarferð í Skaftafell

Dags:

fim. 20. jún. 2024 - sun. 23. jún. 2024

Brottför:

Frá Mjódd kl. 9

  • Tjald

Útivist verður með bækistöðvarferð í Skaftafell 20 – 23 júní.  Gist verður í tjöldum á tjaldstæðinu Skaftafelli og gert út þaðan.  Dagskrá mun ráðst nokkuð af veðri en frá Skaftafelli er urmull skemmtilegra gönguleiða.  Má þar nefna leiðina inn í Morsárdal og í Bæjarstaðaskóg sem er einhver merkilegasti skógur landsins, með háum beinvöxnum birkitrjám og reynivið. Ganga upp á Morinsheiðina og á Kristínartinda sem eru 1118 metrar svíkur engan með stórkostlegu útsýni yfir jökla, fjöll og sanda.

Nr.

2406L01